NÝJUSTU FRÉTTIR

Vorferðir

Skemmtilegar myndir sem Októvía Gunnarsdóttir  kennari tók s.l. föstudag í vorferð 5. bekkinga á Akranesi. Hópurinn lét veðrið ekki stoppa sig og var glatt á hjalla. Myndirnar tala sínu máli. Aðrir bekkir í skólanum fóru á Hraðastaði í Mosfellsdal, Hvalasafnið, Miðdal […]

Lesa meira

Vorskóli

Í dag var vorskóli Snælandsskóla sem er fyrir verðandi nemendur í 1. bekk og foreldra þeirra. Farið var yfir mikilvægustu skrefin þegar þau hefja skólagöngu næsta haust og þá þjónustu sem er í boði í skólanum. Nemendur hittu kennara og samnemendur […]

Lesa meira

Skólaslit og útskriftir

Útskrift í 10. bekk verður mánudaginn 5. júní kl. 17:00   Skólaslit hjá 1. – 9. bekk verða þriðjudaginn 6. júní 1.-2. bekkur kl. 8.30 3.-4. bekkur kl. 9.00 5.-7. bekkur kl. 09.30 8.-9. bekkur kl. 10.00

Lesa meira

Gul veðurviðvörun

Í gildi er gul veðurviðvörun á höfuðborgarsvæðinu. Mikilvægt er að foreldrar fylgist með nýjustu veðurspám á vedur.is þar sem þær geta breyst hratt án þess að þær verði uppfærðar á heimasíðu eða facebook síðu skólans. Við biðjum foreldra að kynna sér […]

Lesa meira

Fyrirhuguð verkföll

Minnum á fyrirhuguð verkföll aðildarfélaga BSRB sem  halda áfram  á morgun, þriðjudaginn 23. maí frá miðnætti og fram til kl. 12:00 og allan daginn miðvikudag 24. maí. Upplýsingar um áhrif verkfalla á skólastarf í Snælandsskóla hafa verið sendar foreldrum og forráðamönnum […]

Lesa meira

Abbey Road?

Ó nei… hér eru fræknir Spaðar frá v. Patrekur, Arnór, Kári Steinn J. og Ólíver úr 9. bekk Snælandsskóla í náttúrufræðivali á leið í heimsókn á Náttúrufræðistofu Kópavogs. Til mikillar fyrirmyndar. Björn Gunnarsson kennari          

Lesa meira

Fyrirhuguð verkföll

Minnum á fyrirhuguð verkföll aðildarfélaga BSRB sem hefjast mánudaginn 15. maí ef samningar nást ekki fyrir þann tíma. Upplýsingar um áhrif verkfalla á skólastarf í Snælandsskóla hafa verið sendar foreldrum og forráðamönnum í tölvupósti og biðjum við þá um að kynna […]

Lesa meira