Samtökin voru stofnuð 17. september 1992. Markmið þeirra er að stuðla að bættum uppeldis- og menntunarskilyrðum barna og unglinga. Þúsundir foreldra eru félagar í Heimili og skóla og með stuðningi þeirra hefur tekist að byggja upp þjónustu við foreldra og félög þeirra.
Heimili og skóli á í víðtæku samstarfi við ýmsa aðila um skóla- og uppeldismál og tekur þátt í margvíslegum verkefnum. Heimili og skóli á aðild að stjórn Námsgagnastofnunar, Almannaheillum, barnahópi velferðarvaktarinnar, Náum áttum, SAMAN-hópnum, Göngum í skólann, Samráðsnefnd leik- og grunnskóla, starfshópi um starfsemi frístundaheimila, Röddum – samtökum um vandaðan upplestur og framsögn, samráðshópi um mótun fölskyldustefnu og RANNUM – rannsóknarstofu í upplýsingatækni og miðlun.
Þjónustumiðstöð Heimilis og skóla
Suðurlandsbraut 24, 2. hæð, og er opin frá 9:00 til 12:00 og 13:00 til 16:00 alla virka daga.
Milli kl. 9 og 12 geta foreldrar hringt í ráðgjafasíma 516-0100 til að fá upplýsingar um skóla- og uppeldismál.
Einnig er tekið á móti fyrirspurnum á netfangið heimiliogskoli(hjá)heimiliogskoli.is.
Heimili og skóli – landssamtök foreldra
Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík
Sími 516-0100, Fax 516-0110
Kennitala: 421092-2229.