Frístund Snælandsskóla – Krakkaland

Frístund Snælandsskóla ber nafnið Krakkaland og er nú staðsett í húsnæði Fagralunds.

Umsókn um frístund fer fram í gegnum íbúagátt Kópavogs. (linkur)

Frístund er fyrir börn í 1.- 4.bekk og er opin frá kl.12:40 til 17:00. Opið er hjá okkur alla daga sem skólinn starfar og einnig allan daginn á þremur af fimm starfsdögum kennara. Frístund hefur tvo starfsdaga á ári, einn á hvorri önn og er þá lokað. Það er ekki opið í vetrarfríum. Starfsemi Krakkalands hefst daginn eftir skólasetningu og er út vikuna eftir skólaslit.

Forstöðukona Krakkalands er Maríanna Guðbergsdóttir mariannag@kopavogur.is
Aðstoðarforstöðukona er Anna Karen Ágústsdóttir annakar@kopavogur.is. Skrifstofusími Frístundar er 441 4232

Netfang Krakkalands er krakkaland@kopavogur.is

Síminn hjá 1. og 2. Bekkjarstarfi er 621 4159

Síminn hjá 3. og 4. Bekkjarstarfi er 621 4169

Gjald

Samræmt gjald er fyrir vist á frístundaheimilum í Kópavogi. Upplýsingar um gjaldskrá má nálgast á vefslóðinni https://www.kopavogur.is/is/gjaldskra

Um jafnt gjald er að ræða og er því sama gjald fyrir vistun óháð fjölda skóladaga í mánuðinum. Í september og maí greiðist hærra gjald þar sem vika af ágúst og júní reiknast með. Gjöld fyrir vistun og síðdegishressingu greiðast í gegnum heimabanka foreldra. Frestur til þess að sækja um, breyta tímum, segja upp vistun eða sækja um afslátt er til 20.hvers mánaðar. Afsláttur er ekki veittur afturvirkt.

 

Starfsemi

Frístund er órjúfanlegur hluti af heildarstarfi Snælandsskóla og litir er á starfið í Krakkalandi sem mikilvægan hluta af uppeldisstarfi skólans.

Starfsáætlun Krakkalands 2020-2021

Stefna Krakkalands er: að tryggja börnum á aldrinum 6 – 9 ára áhugaverða, fjölbreytta, skemmtilega og örugga dvöl í skólanum að loknum hefðbundnum skóladegi.

Markmið með starfinu í Krakkalandi eru fyrst og fremst að:

  • nýta leik sem mikilvæga uppeldisaðferð
  • virkja skapandi hugsun sérhvers barns á þess eigin forsendum
  • kenna börnunum uppbyggileg samskipti við önnur börn og fullorðna
  • hlusta á raddir barnanna og byggja starfið á lýðræði

Starfið í frístund byggist að miklu leyti upp á vali barnanna og skrá þau sig á svæði, hópastarf eða í leik á valtöflu. Meðal þess sem getur verið í vali er lego, lita, perla, föndra, kappla kubbar, bílar, lestrar- og kósýhorn, plús- og segulkubbar og margt fleira.

Starfsfólk

Auk forstöðufólks, starfa á frístundaheimilinu Krakkalandi; Anna Mae, Guðrún, Hekla Guðrún, Hekla Maídís, Hinrik, Inga, Krystyna, Magnús, Renata, Sunna og Svala.