Talmeinafræðingur

Verksvið talmeinafræðings

Við Snælandsskóla starfar talmeinafræðingurinn, Dagný Annarsdóttir sem kemur í skólann fjórum sinnum í mánuði.
Verksvið talmeinafræðings er að aðstoða nemendur sem eiga við einhvers konar málörðugleika að etja. Algengast er að talmeinafræðingur fái til meðferðar nemendur með framburðargalla (þ.e. rangan framburð einstakra hljóða) raddveilur (hæsi), stam og seinan málþroska.

Undanfarin ár hefur sú vinnuaðferð tíðkast í Snælandsskóla að talmeinafræðingur prófar öll 6 ára börn sem í skólann koma. Foreldrar barna, sem þurfa á aðstoð talmeinafræðings að halda, geta haft samband við skrifstofu skólans, sem kemur skilaboðum til talmeinafræðings.