Uppskeruhátíð menntabúða í Kópavogi

Uppskeruhátíð menntabúða í Kópavogi var haldin í gær í Salaskóla þar sem nemendur allra skóla Kópavogs kynntu áhugaverð verkefni sem unnið hefur verið að í vetur. Kennarar skólanna og aðrir gestir gengu á milli stofa og ræddu við nemendur um verkefnin. Nemendur Snælandsskóla kynntu þrjú verkefni.

Tíundu bekkingar kynntu áhugvert verkefni í ensku sem þeir höfðu unnið í samþættingu með samfélagsfræði og náttúrufræði um loftslagsbreytingar. Nemendur fengu að velja sjálfir tvö af sex verkefnum og unnu í hópum.

Nemendur í 7. bekk kynntu skemmtilegt verkefni sem unnið var í Lífsleikni í flæði þar sem nemendur settu sig í hlutverk frambjóðanda til forsetakosningar. Verkefnið fól í sér að kynnast lýðræði og kosningaferlinu, semja ræður, halda kosningafundi, flytja ræður, taka skoðanakannanir, hanna kjörkassa og kosningamiða.

Nemendur á miðstigi kynntu hugmyndir sem unnið var í Nýsköpun- og hönnunarflæði, sem komst áfram í Hönnunarkeppni Nýsköpunarkeppni grunnskóla á dögunum, til að þróa frekar. Nemendur okkar stóðu sig vel og höfðu bæði gagn og gaman af.

 

Posted in Fréttaflokkur.