Skólasafn

Bókasafn skólans eða skólasafnið leitast við að vera lifandi upplýsinga- og menningarmiðstöð skólans.

 

Mikil áhersla er lögð á stuðning við lestrarnám nemenda og að viðhalda áhuga nemenda á lestri og bókmenntum. Áhersla er lögð á að útvega fjölbreytt lesefni við hæfi og velja bækur sem vekja áhuga nemenda. Skólasafnskennari skipuleggur í samráði við kennara ýmis lestrarhvetjandi  verkefni  á öllum stigum.

 

Skólasafnið stendur fyrir árlegum rithöfundakynningum og skipuleggur skólasafnskennari  ýmsa viðburði í skólanum; eins og bangsadaga, lestrarhvetjandi verkefni, getraunir, opið hús. Jólakaffihús með yngsta- og unglingastigi og jólakósí fyrir miðstig. Lesum saman er árlegt verkefni í 1. – 4. bekk.

 

Nokkrir lestrarklúbbar eru starfræktir á skólasafninu. Má þar nefna drekaklúbbinn sívinsæla, vinaklúbb, tröllaklúbb, draugaklúbb o.fl. Nýjasti klúbburinn er Ljósaseríuklúbburinn.

Í öllum lestrarklúbbunum þurfa nemendur að segja frá efni bókarinnar sem lesin er, lesinn er ákveðinn fjöldi bóka og fá nemendur ýmislegt smáræði að launum.

 

Starfsmenn skólasafnsins eru tveir: umsjónarmaður er Guðmunda H. Guðlaugsdóttir kennari sem sér einnig um kennslu á safninu og Magnús Kjartansson frístundaleiðbeinandi.

 

Safnið er opið mánudaga og föstudaga 8:30 – 11:30,  þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga  kl. 8:30–14:30. Á þessum tímum fer fram kennsla og öll afgreiðsla og þjónusta við nemendur.

Á öðrum tímum er hægt að nýta sjálfsafgreiðsluvél í afgreiðslu safnsins.