Bókasafn skólans eða skólasafnið leitast við að vera lifandi upplýsinga- og menningarmiðstöð skólans.
Safnkostur Í skólasafni
Snælandsskóla er gott úrval bóka og annarra gagna sem nýtast í skólastarfinu. Skráður safnkostur, rúm 18.000 eintök í byrjun árs 2015, er skráður í Gegni sem er landskerfi íslenskra bókasafna. Upplýsingar um safnkost er öllum aðgengilegur á netinu. www.gegnir.is (Opnast í nýjum vafraglugga).
Lestur
Mikil áhersla er lögð á stuðning við lestrarnám nemenda og að viðhalda áhuga nemenda á lestri og bókmenntum. Áhersla er lögð á að útvega lesefni við hæfi og velja bækur sem vekja áhuga nemenda. Skólasafnskennari skipuleggur í samráði við kennara ýmis lestrarhvetjandi verkefni á öllum stigum.
Upplýsingamennt
Aðalnámskrá grunnskóla 2013„Í upplýsinga- og tæknimennt er unnið upplýsinga- og miðlalæsi, sem þverfaglegt námssvið. Unnin eru raunhæf verkefni sem samþættast sem flestum námsgreinum og námssviðum.“
Kennsla í upplýsingamennt:
- Sveigjanlegar 20 kennslustundir á viku (ekki fastir tímar á stundaskrá) hjá Jóhönnu Hjartardóttur og skólasafnskennara (Guðmunda H. Guðlaugsdóttir).
- Samvinna við kennara í 1.-10. bekk, í flestum greinum.
- Öflun og úrvinnsla upplýsinga í verkefnavinnu.
- Fjölbreyttar úrvinnsluleiðir í tölvuvinnu við verkefnavinnu.
- Stutt námskeið í tölvum og á skólasafni fyrir nemendur í ákveðnum færniþáttum.
Viðburðir
Skólasafnið stendur fyrir árlegum rithöfundakynningum og skipuleggur skólasafnskennari ýmsa viðburði í skólanum; eins og bangsadaga, lestrarhvetjandi verkefni, getraunir, opið hús og bókmenntadagskrár.
Starfmenn
Á skólasafninu starfar einn kennari með menntun í bókasafns- og upplýsingafræði: Guðmunda H. Guðlaugsdóttir sem er umsjónarmaður safnsins og sér um kennslu í upplýsingamennt. Á safninu starfar einnig Sigurbjörg Ingvarsdóttir.
Opnunartími
mánudaga, þriðjudaga og fimmtudaga kl. 8:10–15:30, miðvikudaga og föstudaga kl. 8:10–14:30.