Grænfáni

Snælandsskóli -skóli á grænni grein

Snælandsskóli er í hópi þeirra skóla sem flagga Grænfánanum og er þar með skóli á grænni grein. Fulltrúar frá stýrihóp Grænfánans og Landverndar komu og veittu skólanum fánann í maí 2004. Fáninn er veittur til tveggja ára í senn. Mikil hátíð var í skólanum af þessu tilefni. Sýning var á þeim verkum nemenda sem tengjast Grænfánanum og verkstæðisvinna var í gangi. Þar fengu nemendur og gestir að vinna að hinum ýmsu verkefnum.

Grænfáninn er viðurkenning fyrir vinnu skólans að umhverfismálum. Skólar á grænni grein er alþjóðlegt verkefni til að auka umhverfismennt og styrkja umhverfisstefnu í skólum, eins og segir á heimasíðu Landverndar: http://landvernd.is (Opnast í nýjum vafraglugga). Þar er hægt að lesa nánar um Grænfánann, m.a. um skrefin 7, sem skólar þurfa að stíga til þess að fá fánann. Hér á þessari síðu má sjá þær áherslur sem Snælandsskóli hefur kosið að fara í verkefninu.

Umhverfisráð

Í skólanum er umhverfisráð. Í ráðinu eru fulltrúar kennara og annars starfsfólks. Ennfremur eru fulltrúar nemenda úr 4.-10. bekk. Fyrir nokkrum árum bjuggu nemendur í umhverfisráðinu til umhverfisreglur. Þær verða endurskoðaðar og uppfærðar í vetur (2021-2022) og hengdar upp í kennslustofum.

Umhverfissáttmáli skólans

Snælandsskóli vill að nemendur
…hafi jákvætt viðhorf til alls lífs og umhverfis
…fái þekkingu á umhverfi sínu og ferlum náttúrunnar
…verði hæfir til að leita lausna á þeim vandamálum sem steðja að náttúrunni vegna umsvifa mannsins
…fái tækifæri til að vinna að verkefnum sem stuðla að bættu umhverfi

 

Markmið 2022-2024

  • Minnka sóun í kringum námsgögn.
  • Minnka matarsóun
  • Nýta Fossvogsdalinn meira til náms og leiks
  • Halda bekkjarfundi um umhverfismál.
  • Kynna vistheimt og lífbreytileika

 

Markmið 2021- 2022

  • Að nýta Fossvogsdalinn til útikennslu í öllum árgöngum
  • Að auka þekkingu okkar  á nærumhverfi skólans og örnefnum í nágrenni hans
  • Að fræða nemendur um hugtakið sjálfbærni
  • Að halda bekkjarfund um umhverfismál 1 sinni á önn í öllum árgöngum
  • Að endurskoða og uppfæra umhverfissáttmála Snælandsskóla

 

Markmið 2018- 2020

  • Loftslagsmál (Klappir -verkefni)
  • Ganga vel um umhverfið innan og utan skólans
  • Vera fjölnýtin
    • minnka matarskammta
    • draga úr pappírsnotkun
    • flokka rétt

 

Markmið 2016- 2018

  • Minnka matarskammta, fá frekar ábót.
  • Draga úr pappírsnotkun.
  • Fara vel með tré og annan gróður á skólalóðinni.
  •  Auka samveru og samvinnu allra í skólanum.

 

Markmið 2014- 2016

  • Að huga að og bæta skólabrag
  • Að bæta umgengni okkar á skólalóðinni og nærumhverfi
  • Að upplýsa alla, nemendur og starfsfólk um sorpflokkun þannig að allir vinni í takt.

 

Markmið 2012- 2014

  • Að útikennsla verði sett á stundatöflu.
  • Að fræðsla um landslag og örnefni verði fléttuð inn í allar greinar.
  • Að nemendur verði fræddir um líffræðilegan fjölbreytileika (eldra stig).
  • Að huga að og bæta skólabrag.
  • Að virkja nemendur og/eða útskriftarnemendur til góðra samfélagslegra verka, með því til dæmis  að halda fatamarkað.

 

Markmið 2010 – 2012

  • Að nýta nýju útikennsluaðstöðuna skipulega i kennslu allra árganga og sérgreina.
  • Að kenna nemendum hugtakið sjálfbær þróun, hvað það þýðir og hverju það skiptir fyrir heiminn og vinna verkefni því tengd.
  • Að kynna nemendum á miðstigi og í unglingadeild sérstaklega loftlagsbreytingar og vinna verkefni tengd því.
  • Að hefja samvinnu við leikskóla hverfisins sem eru einnig á grænni grein.
  • Að auka nemendalýðræði og kynna enn frekar lýðræðisleg vinnubrögð.

 

Markmið 2008 -2010

  • Að bekkjarfundir  verði teknir undir umhverfismál  a.m.k. 1x á önn ( og skrifuð fundargerð).
  • Að  auka hlutfall þeirra sem ganga eða hjóla í skólann.
  • Að lögð verði meiri áhersla á útikennslu.
  • Að einn dagur á ári verði Umhverfis- og heilsudagur Snælandsskóla.
  • Að fræða nemendur um vinnuvernd og vinnuvistfræði.

 

Markmið 2006- 2008

  • Að keyptar séu vörur með umhverfismerki s.s. Svansmerktar vörur. Upplýsingar um umhverfismerki er hægt að fá heimasíðu Umhverfisstofnunar, www.ust.is, undir liðnum umhverfisstjórnun.
  • Að gerð verði útikennsluáætlun fyrir skólann.
  • Að gefa gömlum hlutum nýtt líf ( gerðir upp gamlir hlutir s.s. hjól, húsmunir og fatnaður). Með þessu er aukin virðing fyrir verðmætum.
  • Umhverfisþemu verði fest í sessi á yngsta stigi
  • Að upplýsingar til heimila og annað séu sendar í tölvupósti eins og frekast er kostur. Þannig sé sparnaður á pappír og prenti.

 

Markmið 2004- 2006

  • Að innleiða umhverfisstefnu í félagsmiðstöðina sem nemendur skólans sækja.
  • Að í skólanum verði einungis fjölnota borðbúnaður.
  • Að útikennsla verði markviss þáttur í skólastarfi og því leið til að stuðla að þekkingu nemenda á umhverfi og virðingu fyrir því.Að pappír og önnur gögn verði umhverfismerkt.
  • Að stuðla að virðingu fyrir dýrum m.a. með því að
    • gefa fuglum á skólalóð í vetrarhörkum
    • útbúa fuglahús á skólalóð

 

Markmið 2002- 2004

  • Að minnka úrgang og flokka sorp.
  • Að endurvinna.
  • Að græða umhverfið.
  • Að minnka mengun.
  • Að bæta samfélag manna; hjálpast að og hjálpa öðrum.

 

 

Nokkur verkefni sem unnin hafa verið í tengslum við Grænfánann:

  • Saumaðar eru töskur og pennaveski úr gömlum gallabuxum
  • Endurvinnsla úr pappír. M.a. eru búnar til skálar úr æfingarblöðum fyrir samræmd próf í 4. bekk.
  • Yngsta stig: Búin eru til bókakassar úr kössum undan morgunkorni
  • Yngsta stig: Búin til pennabox úr niðursuðudósum.
  • Í mest allt föndur er notað verðlaust efni.
  • bekkur gerir kannanir um samgöngumáta og við reynum að minnka mengun.
  • Við ræktum í beðunum á skólalóðinni.
  • Við erum með reit í skólagörðum. 3. bekkur setur við niður að vori og 4. bekkur tekur upp að hausti. Afurðirnar eru nýttar í heimilisfræði.
  • Við prjónum teppi úr gömlu garni. Teppin eru send til ungbarna í Afríku. Krakkar á miðstigi hafa umsjón með þessu verkefni.
  • bekkur kennir öldruðum á tölvur.
  • Við höldum áfram með þessi verkefni og fleiri verkefni. Við munum enn fremur bæta við verkefnum sem stuðla að betra samfélagi og betra umhverfi.
  • Við gróðursetjum á skólalóð og í Fossvogsdal og ræktum í skólagörðum.
  • Að minnka mengun.
  • Við hvetjum fólk til að ganga í skólann og höfum bílana ekki í lausagangi..
  • Að bæta samfélag manna.
  • Við hjálpumst að og hjálpum öðrum.
  • Við kennum eldri borgurum á tölvur og við prjónum teppi fyrir ungbörn í Afríku.