Igló

Félagsmiðstöðin Igló er starfrækt allt skólaárið og er undir stjórn Frístundadeildar hjá Kópavogsbæ. Félagsmiðstöðin er staðsett í Snælandsskóla. Markmið félagsmiðstöðvarinnar er að bjóða upp á markvisst frístunda- og forvarnarstarf undir handleiðslu fagfólks. Lögð er áhersla á lýðræði, virka þátttöku, uppbyggingu sjálfsmyndar, ánægju og gleði. Í félagsmiðstöðinni er bæði boðið upp á opið starf og hópastarf, sem miða bæði að því að stuðla að auknum félagsþroska, samskiptahæfni, þátttöku og ábyrgð.

Opnunartími félagsmiðstöðvar

 

Mánudagar 17:00-22:00

Miðvikudagar 17:00-22:00

Annan hver föstudagur 19:30-23:00

 

Auk þess eru dagopnanir skipulagðar eftir viðverutíma forstöðumanns og starfsfólks. Yfir sumartímann er opið mánudaga og miðvikudaga frá kl. 17:00-22:00, auk dagopnanna.

 

Forstöðumaður: Sigurður Pálmarsson

Gsm: 696 -1621. Netfang: sigurdurp@kopavogur.is