Nýsköpunarkeppni Snælandsskóla

Í vikunni var sett upp sýningin Nýsköpunarkeppni Snælandsskóla sem lauk með verðlaunaafhendingu í morgun, fimmtudaginn 16. maí. Keppnin er afrakstur vinnu nemenda á miðstigi í áfanganum Nýsköpun og hönnun þar sem nemendur æfðu sig í að skoða umhverfi sitt og finna skapandi lausnir á hinum ýmsu vandamálum. Í áfanganum völdu nemendur eina hugmynd til að senda í Nýsköpunarkeppni grunnskólanna og í framhaldinu kynntu þau sömu hugmynd í Nýsköpunarkeppni Snælandsskóla. Nemendur völdu sjálf hvernig þau útfærðu hugmyndirnar og útkoman var úrval af fjölbreyttum plakötum, módelum, frumgerðum og myndböndum.

Kennarar Snælandsskóla voru hvattir til að skoða sýninguna og kjósa þau verkefni sem þeim fannst standa upp úr. Þátttaka í kosningunni var góð og dreifðust atkvæðin á mörg verkefni, enda margar áhugaverðar, skemmtilegar og frumlegar hugmyndir til sýnis. Að lokum fengu níu nemendur, hönnuðir sjö hugmynda, viðurkenningu fyrir framúrskarandi verkefni og 1. verðlaun hlaut Ólafur Jarl Árnason í 5. bekk fyrir hugmyndina sína „Óflækjanleg heyrnartól“. Hann hlaut að launum þriggja mánaða áskrift að Lifandi vísindum/lifandi sögu, ísveislu hjá Ísbúð Vesturbæjar og spilið Tímalína-Uppfinningar. Við óskum vinningshöfunum til hamingju með frábær verkefni og þökkum nemendunum öllum fyrir frábæra sýningu. Það verður spennandi að fylgjast með þessum uppfinningamönnum framtíðarinnar.

Framúrskarandi verkefni

  1. sæti

Ólafur Jarl Árnason – Óflækjanleg heyrnartól

Snúran dregst inn í sjálf heyrnartólin líkt og snúran á ryksugu

Verðlaun: 3 mánaða áskrift að Lifandi vísindum/Lifandi sögu, ísveisla hjá Ísbúð Vesturbæjar og spilið Tímalína uppfinningar

 

  1. sæti

Guðný Sara Tómasdóttir og Matthildur Brynja Unnarsdóttir – Hvað er til?

App og skanni sem heldur utan um hvað er til í ísskápnum auðveldar innkaup og minnkar matarsóun

Verðlaun+: 3 mánaða áskrift að Lifandi vísindum/Lifandi sögu

 

  1. sæti

Brynja S. Jóhannsdóttir og Kolbrá Hlynsdóttir – Ruslaskrímslið

Tæki sem skynjar úr hvaða efni ruslið er og segir til hvernig á að endurvinna það

Kristín Þórdís Guðjónsdóttir – The Shopping Scrunch

Hárteygja sem inniheldur innkaupapoka svo þú gleymir pokanum ekki heima

Verðlaun+: 3 mánaða áskrift að Lifandi vísindum/Lifandi sögu

 

Viðurkenning

Sindri Gunnarsson – Réttindapeysan

Peysa sem minnir okkur á að við eigum öll skilið sömu réttindi

Katrín Ólafsdóttir – Remivana

Skartgripir sem hjálpa þér að muna

Brynjar Laufdal Hauksson – Seglar

Seglar sem koma í veg fyrir að blýantar rúlli fram af skrifborðum

 

Margrét Arna Vilhjálmsdóttir og Oktavía Gunnarsdóttir kennarar

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Posted in Fréttaflokkur.