Námsstíll

Námsstílslíkan Dunn og Dunn

Hugtakið einstaklingsmiðað nám er mjög vítt og ekki öruggt að allir skilji það á sama hátt. Þó notaðir séu fjölbreyttir og sveigjanlegir kennsluhættir er ekki þar með sagt að nám hvers og eins nemenda sé einstaklingsmiðað. Að taka tillit til námsstíls nemenda er ein leið sem fara má til að auðvelda kennurum að einstaklingsmiða nám á markvissan hátt. Að fræða nemendur um námsstíl og hjálpa þeim að finna námsstíl sinn getur hjálpað kennurum og nemendum að finna kennslu- og námsaðferðir sem henta hverjum og einum, aukið námsvitund og árangurinn af kennslunni getur orðið betri.

Dr. Rita Dunn og dr. Kenneth Dunn eru höfundar námsstílslíkans sem kennt er við þau.  Rætur kenninga þeirra eiga uppruna sinn í tveimur ólíkum námskenningum, kenningum vitsmunasálfræðinnar og kenningum sem hafa þróast út frá nýjustu heilarannsóknum. Þau skilgreina námsstíl á eftirfarandi hátt: „Námsstíll vísar til þess hvernig einstaklingur einbeitir sér best, meðtekur og vinnur úr, skilur og man nýtt erfitt fræðilegt námsefni. Þetta ferli er mismunandi hjá hverjum og einum. Meirihlutinn er líffræðilegur, hinn er áunninn. Námsstíll breytist hjá sumum með tímanum en mismunandi mikið eftir einstaklingum“. Hornsteinn kenninga þeir er að hver einstaklingur er einstakur, hann getur lært og hefur sinn eiginn námsstíl sem ætti að virða og viðurkenna. Enginn námsstíll er betri en annar.

Að læra að læra. Námslíkan Dunn og Dunn sem leið að einstaklingsmiðuðu námi

Útskýring með námsstílspóstkortinu(PDF skjal)

Læra með stíl – fræðslubæklingur

Námsstíll – Þróunarverkefni í Snælandsskóla 2008-2009