Árshátíð á miðstigi

Árshátíð á miðstigi var fjölbreytt og skemmtileg. Hún var haldin í morgun á sal skólans. Sýnd voru skemmtiatriði frá öllum árgöngum. Nemendum og kennurunum var síðan boðið upp á veislu í salnum og sátu allir saman til borðs. Boðið var uppá svínasnitsel og meðlæti sem er í uppáhaldi hjá flestum í skólanum og glaðningur á eftir. Eftir matinn var svo ball í IGLÓ. Boðið var upp á spil í textílstofu og Mæjóinu og bíó í D2 fyrir þá sem þurftu að hvíla sig á dansinum. Þá var líka opið í bankanum og Snælósjoppunni á bókasafninu fyrir þá sem vildu kaupa fyrir kallana sína. Virkilega skemmtilegur dagur.

 

 

 

Posted in Fréttaflokkur.