Foreldrafélagið

Stjórn foreldrafélags skólans, kosin á aðalfundi 2019:

Stjórn foreldrafélagsins:

Anna Halldórsdóttir, 6945985, anna.halldorsdottir@gmail.com
Arna Björk Þórðardóttir, 6951588, arnabt@islandsbanki.is
Ásta Laufey Aðalsteinsdóttir, 6995868, asta@bhs.is
Brynja Rut Sigurðardóttir, 8562716, brynja210176@gmail.com
Lilja Bjarklind Kjartansdóttir, 6931732, Lbjarklind@gmail.com
Lovísa Ólöf Guðmundsdóttir, 8683553, lovisa.gudmundsdottir@gmail.com

Netfang: foreldrafelag.snaelandsskola@gmail.com

Facebook: https://www.facebook.com/groups/585034028253797/?fref=ts

Lög foreldrafélags Snælandsskóla

1. grein. Félagið heitir Foreldrafélag Snælandsskóla og er heimili þess í Snælandsskóla við Víðigrund, Kópavogi.

2. grein. Markmið félagsins er:

a)  að efla samstarf heimila og skóla

b)  að stuðla að framkvæmd ýmissa mála í þágu nemenda.

3. grein. Markmiðum sínum hyggst félagið m.a. ná með því:

a) að veita skólanum lið svo aðstæður til náms og félagslegra starfa verði samkvæmt kröfum hvers tíma

b) að halda fundi þar sem fjallað er um ýmis uppeldis- og kennslumál

c) að veita aðstoð í starfi skólans vegna félagsstarfa og skemmtana í þágu nemenda

d) að styðja menningarlíf innan skólans, svo sem tónlist, bókmenntir og annað sem að gagni má koma fyrir skólann.

4. grein. Félagar eru allir foreldrar/forráðamenn nemenda.

5. grein. Stjórn félagsins skal skipuð sex manns. Stjórn skiptir með sér verkum í upphafi skólaárs.

Kjörtímabil kjörinna fulltrúa er 2 ár í senn, þó þannig að tveir nýir foreldrar komi inn ár hvert.

6. grein. Aðalfundur skal boðaður með minnst viku fyrirvara.

7. grein. Foreldraráð skal vera starfandi undir stjórn félagsins

a) það skal skipað tveimur fulltrúum úr hverri bekkjardeild til 2ja ára.  Einn fulltrúi skal valinn að hausti þannig að nýr fulltrúi komi inn í ráðið ár hvert

b) fulltrúar í foreldraráði skulu vera tengiliðir milli stjórnar foreldrafélagsins og foreldra hvers bekkjar.

Hlutverk foreldrafulltrúa er að efla samskipti og kynni foreldra, nemenda og kennara.

Skal hann í samráði við umsjónarkennara sjá til þess að foreldar  og nemendur hittist t.d. á bekkjarkvöldi a.m.k. einu sinni á vetri.  Einnig skal ráðið vera stjórninni til aðstoðar við ýmsa starfsemi í skólanum svo sem jólaföndur, ferðalög og þess háttar.

8. grein. Lögum þessum má aðeins breyta á aðalfundi enda sé það tilkynnt í fundarboði með minnst þriggja daga fyrirvara.

Aðalfundur er löglegur sé löglega til hans boðað.