NÝJUSTU FRÉTTIR
Útskrift 10. bekkjar og skólaslit hjá 1.- 9. bekk
Í gær útskrifaðist 10. bekkur og í morgun voru skólaslit hjá 1.- 9. bekk þar sem nemendur komu á sal og fóru síðan í heimastofur til að taka við vitnisburði vetrarins. 10. bekkjar útskriftin fór fram í sal skólans og var […]
Mikka- og Mínuleikar 1. – 3. b og Vorleikar 4. – 7. b
Í morgun voru haldnir Mikka- og Mínuleikar hjá 1. – 3. b og Vorleikar 4. – 7. b. Nemendur röðuðu sér niður á stöðvar sem dreifðust út um alla skólalóð. Stöðvar í Mikka og Mínuleikum voru: Limbó, hindrunarhlaup og pokahlaup á […]
Vorhátíð foreldrafélagsins
Skólahljómsveit Kópavogs setti vorhátíð Snælandsskóla í morgun og spilaði fyrir nemendur, starfsfólk og foreldra. Síðan var æsispennandi skólahlaup Snælandsskóla og þar urðu í fyrstu þremur sætunum, Guðjón Ingi, Dagur Ari og Hilmar Ingi. Eftir það voru ýmsar stöðvar í boði foreldrafélagsins, […]
Vorferðir
Skemmtilegar myndir sem Októvía Gunnarsdóttir kennari tók s.l. föstudag í vorferð 5. bekkinga á Akranesi. Hópurinn lét veðrið ekki stoppa sig og var glatt á hjalla. Myndirnar tala sínu máli. Aðrir bekkir í skólanum fóru á Hraðastaði í Mosfellsdal, Hvalasafnið, Miðdal […]
Vorskóli
Í dag var vorskóli Snælandsskóla sem er fyrir verðandi nemendur í 1. bekk og foreldra þeirra. Farið var yfir mikilvægustu skrefin þegar þau hefja skólagöngu næsta haust og þá þjónustu sem er í boði í skólanum. Nemendur hittu kennara og samnemendur […]
Skólaslit og útskriftir
Útskrift í 10. bekk verður mánudaginn 5. júní kl. 17:00 Skólaslit hjá 1. – 9. bekk verða þriðjudaginn 6. júní 1.-2. bekkur kl. 8.30 3.-4. bekkur kl. 9.00 5.-7. bekkur kl. 09.30 8.-9. bekkur kl. 10.00
Gul veðurviðvörun
Í gildi er gul veðurviðvörun á höfuðborgarsvæðinu. Mikilvægt er að foreldrar fylgist með nýjustu veðurspám á vedur.is þar sem þær geta breyst hratt án þess að þær verði uppfærðar á heimasíðu eða facebook síðu skólans. Við biðjum foreldra að kynna sér […]
Fyrirhuguð verkföll
Minnum á fyrirhuguð verkföll aðildarfélaga BSRB sem halda áfram á morgun, þriðjudaginn 23. maí frá miðnætti og fram til kl. 12:00 og allan daginn miðvikudag 24. maí. Upplýsingar um áhrif verkfalla á skólastarf í Snælandsskóla hafa verið sendar foreldrum og forráðamönnum […]
Skóladagatal 2023-2024
Hér ber að líta skóladagatal fyrir næsta skólaár 2023-2024 skoladagatal-2023-2024_
Á döfinni
Það er ekkert á döfinni