NÝJUSTU FRÉTTIR

Jólaævintýri Gloríu

4. bekkur Snælandsskóla ásamt 4. bekk Salaskóla tók þátt í skemmtilegu samvinnuverkefni Bókasafns Kópavogs undir stjórn umsjónarkennara og kennara á skólasafni. Krakkarnir sendu inn tillögur að jólasögu sem rithöfundurinn Eygló Jóndóttir vann úr. Hún skrifaði jólasögu í 24 köflum upp úr […]

Lesa meira

Slökkviliðið heimsótti 3. bekk

Fulltrúar slökkviliðsins komu í heimsókn í 3. bekk í morgun kl. 8.30 og var með fróðleik og fræðslu um brunavarnir. Byrjað var á að spjalla við allan hópinn í kennslustofunni, meðal annars var fjallað um brunavarnir heima og svo fengu krakkarnir […]

Lesa meira

Dagur íslenskrar tungu og upplestrarkeppnin kynnt

Miðstigið fékk kynningu í morgun hjá Kristínu deildarstjóra um Dag íslenskrar tungu 16. nóvember, fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar. Hún kynnti einnig stóru upplestrarkeppnina í 7. bekk sem hófst þann sama dag og lýkur í Salnum 26. mars. Þátttakendur í keppninni í fyrra, […]

Lesa meira

UNICEF skóla viðurkenning endurnýjuð og afmælisgjöf frá bænum

Það voru stoltir nemendur og starfsfólk Snælandsskóla sem tóku á móti endurnýjaðri viðurkenningu sem fullltrúar UNICEF – Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna – færðu skólanum í morgun. Snælandsskóli er fyrsti skólinn í Kópavogi sem fær viðurkenningu öðru sinni fyrir skólastarfið, frístund og Igló […]

Lesa meira

Dagur mannréttinda barna

Dagur mannréttinda barna var haldinn í dag á uppbrotsdegi skólans. Fyrstu fjórar kennslustundir dagsins voru helgaðar því málefni. Nemendur mættu í heimastofur og sáu myndband frá Barnaheillum þar sem rætt er við börn frá Grindavík, Úkraínu og Palestínu sem öll eiga […]

Lesa meira

Gul veðurviðvörun

Veðurstofan hefur gefið út gula veðurviðvörun á höfuðborgarsvæðinu milli kl. 5:00-12:00 í dag. Mikilvægt er að foreldrar fylgist með nýjustu veðurspám á vedur.is þar sem þær geta breyst hratt án þess að þær verði uppfærðar á heimasíðu eða facebook síðu skólans. […]

Lesa meira

Baráttudagur gegn einelti

Í dag var haldinn árlegur baráttudagur gegn einelti og gengið fyrir vináttu. Í fyrstu tveimur tímum dags voru bekkjarfundir í öllum árgöngum þar sem kennarar ræddu um einelti, eineltishringinn, eineltisreglurnar, afleiðingar eineltis og fyrirbyggjandi leiðir. Eftir frímínútur hittust vinabekkir fyrir utan […]

Lesa meira

Heimsókn frá KVAN

Fyrirlesarar frá KVAN, mennta- og þjálfunarfyrirtæki sem sérhæfir sig í námskeiðshaldi, komu í skólann í vikunni á vegum Foreldrafélagsins og voru með fyrirlestra og umræður fyrir öll skólastigin, yngsta stigið, miðstigið og unglingastigið. Anna Guðrún Steinsen ræddi við yngsta stigið og […]

Lesa meira