Vinnuverndarstefna

Stjórnendur skulu af fremsta megni stuðla að starfsöryggi og andlegri sem líkamlegri heilsu og vellíðan starfsmanna og nemenda skólans.

Þeim markmiðum má ná með því að:

1. Vinnuumhverfi sé bjart og hita- og rakastig sé eðlilegt.
2. Hávaða- og loftmengun sé í lágmarki.
3. Öryggis- og hlífðarbúnaður sé til staðar og notaður þar sem við á.
4. Vinnuaðstaða og rými, þ.m.t. stólar og borð, séu við hæfi starfsmanna og nemenda.
5. Öll samskipti milli starfsmanna og nemenda skólans skulu miða að því að auka andlega vellíðan og félagslega hæfni einstaklinga skólasamfélagsins.