Fræðandi og hvetjandi fyrirlestur Króla fyrir 9. bekk

Á þriðjudaginn fóru nemendur í 9. bekk, ásamt umsjónarkennurum sínum, Berglindi Pálu Bragadóttur og Guðrúnu Halldórsdóttur, í fróðlega og skemmtilega heimsókn á Bókasafn Kópavogs. Þar tóku þau þátt í lifandi og áhugaverðum fyrirlestur frá tónlistarmanninum Króla, sem fjallaði um mikilvægi þess að skrifa, skapa og tjá sig á íslensku.

Króli deildi með nemendum eigin reynslu af textagerð og sköpun, ræddi gildi þess að rækta tungumálið og hvatti þau til að nýta íslenskuna á fjölbreyttan og skapandi hátt, hvort sem er í tónlist, ritun eða öðrum listgreinum. Nemendur hlustuðu af áhuga og fengu tækifæri til að spyrja spurninga og ræða efnið nánar.

Posted in Fréttaflokkur.