Í morgun voru foreldrar boðnir velkomnir í skólann í fyrstu tveimur kennslustundum dagsins. Markmiðið með heimsókninni er að efla jákvæð tengsl við foreldra og veita þeim betri innsýn í skólastarfið. Það var ánægjulegt að sjá hversu margir foreldrar nýttu tækifærið og komu í heimsókn.

