Snælandsskóli var einn af fjölmörgum skólum landsins sem tóku þátt í Degi íslenskrar tónlistar þann 1. desember. Í ár var sérstakt tilefni til að gleðjast, því skólinn var valinn til að syngja lagið „Eitt af blómunum“ ásamt tónlistarmönnunum Páli Óskari og Benna Hemm Hemm.
Nemendur Snælandsskóla sem höfðu áhuga komu saman og sungu lagið, en yngsta stig skólans hafði einnig myndskreytt blóm og gerðu stemninguna enn hátíðlegra.
Þetta var bæði skemmtileg og lærdómsrík stund fyrir nemendur og skólinn var stoltur af þátttöku nemenda.

