Miðstigsráð

Árið 2001 var stofnað miðstigsráð, nemenda í 5.-7.bekk. Markmiðið með stofnun þess var að efla frumkvæði og ábyrgðartilfinningu nemenda gagnvart sjálfum sér og hverjum öðrum. Nemendur velja tvo fulltrúa, stelpu og strák, úr hverjum bekk til þess að vera fulltrúar þeirra í ráðinu. Fundað er á þriggja vikna fresti í ca. hálftíma með stigstjóra og námsráðgjafa.

Hlutverk ráðsins er að:

·      gæta að enginn sé hafður út undan

·      útbúa tengslanet fyrir þá nemendur sem minna mega sín á stiginu

·      fækka árekstrum milli nemenda á skólalóð og á göngum

·      bæta umgengni á stiginu

·      sjá um undirbúning hátíða s.s. íþróttadag, söngkeppni, árshátíð.

Fulltrúar undirbúa sig oftast fyrir fundinn með því að kanna á bekkjarfundum hvort eitthvað brenni á samnemendum. Þeir skrifa niður í litla fundargerðabók og kynna síðan í ráðinu. Þar eru öll mál er upp koma rædd og tekur ráðið síðan afstöðu til þeirra. Fulltrúar kynna síðan niðurstöður á næsta bekkjarfundi.

Þegar hátíðir eru, sjá fulltrúar oftast um að halda utan um skemmtiatriði. Þeir sjá til dæmis um að skreyta fyrir árshátína ásamt eldri nemendum skólans enda um sama sal að ræða og árshátíð miðstigs haldin daginn eftir árshátíð unglingann