NÝJUSTU FRÉTTIR

Opið hús á bóksafni skólans

Í tilefni af lestrarátakinu Lesum saman, korter á dag verður bókasafn skólans opið fyrir nemendur í 1. – 4. bekk og gesti þeirra miðvikudaginn 8. mars kl. 15:00 – 17:30.   Hægt er að fá lánaðar bækur og leysa bókasafnsráðgátuna.   […]

Lesa meira

Fyrirlestur um réttindi og skyldur a vinnumarkaði

Í tengslum við námsgreinina Karakter hjá Soffíu Weisshappel kennara fengu nemendur i 10. bekk fyrirlestur um réttindi sín og skyldur á vinnumarkaði. Bryndís Guðnadóttir frá Verslunarmannafélagi Reykjavíkur, VR, hélt fyrirlesturinn þar sem fjallað var um grunnhugtök í kjaramálum á borð við […]

Lesa meira

Lesum saman, korter á dag

Hið árlega lestrarátak á yngsta stigi „Lesum saman, korter á dag“  hófst formlega í dag á sal skólans. Þemað í ár er Bókasafnsráðgáta: Bók hefur horfið af bókasafni skólans! Á hverjum degi er hlustað á kafla úr bókinni Bókasafnsráðgátan. Eftir lesturinn […]

Lesa meira

Öskudagur

Öskudagur var haldinn hátíðlegur einsog alltaf í Snælandsskóla. Yngsta stigið hittist í stofum hjá umsjónarkennurum, léku með dótið sitt, spiluðu, fóru í leiki, Kahoot, „Just Dance“ og fleira. Einn árgangur í einu fór síðan saman í gamla íþróttasalinn þar sem var […]

Lesa meira

Heimsókn í Vísindasmiðju Háskóla Íslands

Nemendur i 5. bekk fóru í dag í heimsókn í Vísindasmiðju Háskóla Íslands. Nemendur fengu fræðslu um vísindaleg málefni einsog himingeiminn, rafeindir, pendúla, segla og litrófið. Þau fengu einnig að prófa gagnvirk tæki og tól í Vísindasmiðjunni.

Lesa meira

Jafnréttisdagurinn

Á jafnréttisdeginum fengu nemendur  fyrirlestur á myndbandi um það hvað mannréttindi eru og hvers vegna við þurfum á þeim að halda. Eftir það ræddu nemendur sín á milli um mikilvægi þess að allir eigi mannréttindi óháð því í hvaða aðstæðum þau […]

Lesa meira

Appelsínugul veðurviðvörun

Veðurstofan hefur gefið út appelsínugula veðurviðvörun á höfuðborgarsvæðinu milli kl. 6:00-8:00 í fyrramálið, þriðjudag 7. febrúar. Mikilvægt er að foreldrar fylgist með nýjustu veðurspám á vedur.is þar sem þær geta breyst hratt án þess að þær verði uppfærðar á heimasíðu eða […]

Lesa meira