Nemendur í 3. bekk á yngsta stigi sýndu söngleikinn Dýrin í Hálsaskógi á sal skólans í gær og í dag fyrir nemendur, starfsfólk og foreldra og aðra gesti . Þetta sígilda barnaleikrit hefur góðan boðskap um vináttu og tillitsemi, sem snýst um að öll dýrin í skóginum eigi að vera vinir. Nemendur skiluðu þessu frábærlega vel. Leikstjórar voru Margrét Th., Rakel og Ingibjörg, umsjónarkennarar þeirra, auk Steinu og Agnieszku, stuðningsfulltrúum. Stelpur á unglingastigi sáu um að mála nemendur og strákar úr 10. bekk stýrðu hljóði i salnum. Leiksýningar voru því sex talsins.