Stóra upplestrarkeppnin í Kópavogi

Stóra upplestrarkeppnin í Kópavogi fór fram í Salnum í gær þar sem 7. bekkingar úr öllum skólum Kópavogs lásu. Erla Margrét og Steinunn Þóra kepptu fyrir hönd Snælandsskóla. Kristín Þórdís var varamaður. Niðurstaðan var sú að Steinunn fékk 3. sætið og Erla Margrét fékk sérstaklegt hrós frá dómnefndinni fyrir frammistöðu sína. Smáraskóli vann keppnina að þessu sinni og Salaskóli varð í 2. sæti. Markmið keppninar er að vekja athygli og áhuga í skólum á vönduðum upplestri og framburði. Óskum öllum þessum frábæru krökkum til hamingju! Við erum einstaklega stolt af ykkur.

Posted in Fréttaflokkur.