Stóra upplestrarkeppnin í Snælandsskóla

Stóra upplestrarkeppnin var haldin i Snælandsskóla í vikunni. Þeir sem komust áfram og kepptu í dag voru Kristín Þórdís, Pétur Karl, Steinunn Þóra, Erla Margrét, Pljatina og Stefán Kristinn. Valdir voru tveir aðallesara og einn til vara. Það voru þær Erla Margrét og Steinunn Þóra sem voru valdar til að lesa fyrir hönd Snælandsskóla og Kristín Þórdís til vara. Óska öllum sem tóku þátt í keppninni i ár til hamingju og þeim stöllum góðs gengis í Stóru upplestrarkeppninni í Kópavogi í Salnum þann 13. mars.

Meðfylgjandi eru myndir af 7. bekk og dómurunum sem að þessu sinni voru íslenskukennarar á unglingastigi, Elsa og Hafdís og Guðmunda af bókasafninu auk Kristínar Eddu nemanda í 8.bekk sem var sigurvegari í fyrra. Umsjón og þjálfun var í höndum umsjónarkennara þeirra: Guðnýjar Waage, Guðrúnar og Styrmis.

Posted in Fréttaflokkur.