NÝJUSTU FRÉTTIR
Jólamatur í hádeginu
Jólamatur og kræsingar voru á boðstólum fyrir nemendur skólans, kennara og starfsfólk. Boðið var upp á svínahamborgarhrygg og gott meðlæti. Allir fengu svo ís í eftirrétt. Jólatónlist og eintóm gleði hjá nemendum og starfsfólki þessa notalegu aðventustund.
Rithöfundur í heimsókn
Við fengum rithöfundinn Arndísi Þórarinsdóttur í heimsókn í morgun fyrir unglingastigið. Hún las upp úr nýútkominni bók sinni, Kollhnís, þar sem boðskapurinn er skýr og minnir okkur á að gefast ekki upp. Einnig fór hún yfir hvernig ferlið getur verið fyrir […]
Jólaföndur hjá 1. og 6. bekk saman
Jólaandinn sveif yfir vötnum hjá 1. og 6. b. sem föndruðu saman í gær. Gaman að sjá hversu natin eldri eru við þau yngri. Þetta er liður í að efla samskipti milli vináttubekkja.
Aðventudagskrá í Snælandsskóla
Hér má sjá dagskrá yfir helstu viðburði í desember. https://snaelandsskoli.is/wp-content/uploads/sites/9/2022/12/Desemberdagskra2022-002.pdf
Fótboltamót miðstigs
Þann 9.des var haldið fótboltamót á miðstigi. Mikið fjör var á leikunum og flestir tóku þátt. Leikar fóru þannig að nemendur í 7.bekk unnu mótið. Það voru stelpurnar sem nefndu sig England og strákarnir Spánn sem unnu. Veitt voru hvatningarverðlaun sem […]
Barnaheill og Krakkarúv í heimsókn
Þriðju bekkingar fengu skemmtilega gesti í heimsókn í morgun frá Barnaheill og Krakkarúv. Þau voru að fylgjast með nemendum horfa á öðruvísi Jóladagatal frá Barnaheill og spyrja þau um Barnasáttmálann. Með þeim í för voru upptökumenn frá Krakkarúv sem mynduðu og […]
Jólakaffihús á bókasafninu
Nemendum í 1.-4. bekk ásamt umsjónarkennurum er boðið á jólakaffihús á bókasafni skólans. Unglingarnir lesa jólasögu fyrir nemendur og bera fram kakó og engiferkökur sem bakaðar hafa verið í heimilisfræði. Þetta er notaleg stund á aðventunni.
Hour of code, forritað með vinabekkjum
Hour of Code, þar sem forritað var með vinabekkjum, var haldinn í skólanum 6. desember. Áherslan var lögð á árlegu þátttöku okkar í Hour of Code, að forrita í klukkustund. Það voru eldri nemendur sem kenndu þeim yngri. Snælandsskóli skráir sig […]
Bjarni Fritzon rithöfundur kom í heimsókn
Bjarni Fritzson rithöfundur kom í heimsókn og las upp úr nýjustu bókum sínum, Orri óstöðvandi og Salka:tímaflakkið fyrir nemendur í 3.-7. bekk á sal skólans. Nemendur voru ekkert nema augu og eyru og gaman var að sjá hvað hann náði vel […]
Á döfinni
Það er ekkert á döfinni