Laugardaginn 2. desember mun foreldrafélagið standa fyrir árlegu jólaföndri í Snælandsskóla. Þá koma börn og foreldrar saman í skólanum og eiga góðan dag. Systkini, afar og ömmur og aðrir í fjölskyldunni eru að sjálfsögðu velkomnir líka.
Boðið verður upp á ýmsa möguleika í föndrinu og verður hægt að mála keramik, gler og tré, skreyta piparkökur og búa til kransa og ýmsar skreytingar úr greni.
Húsið opnar kl. 11 og þá hefst sala á föndurvörum á hverri vinnustöð fyrir sig og hættir kl. 14:30. Öllum gefst kostur á að klára að ganga frá föndrinu sínu fram að lokun hússins kl. 15.
Í sal skólans verða nemendur í 10. bekk með kaffihúsastemningu. Afrakstur kaffisölunnar rennur í ferðasjóð vegna vorferðar. Félagar úr Skólahljómsveit Kópavogs munu flytja nokkur jólalög.
Við vonumst til að allir muni eiga ánægjulegan dag saman og fari glaðir af stað inn í aðventu jóla. Minnum á að hafa með sér peninga til greiðslu því enginn posi er í húsinu! Á kaffihúsinu er hægt að nota aur appið.
Hlökkum til að sjá ykkur
Stjórn foreldrafélags Snælandsskóla
Jólaföndur í Snælandsskóla
Posted in Fréttaflokkur.