Dagur Barnasáttmálans

Mánudagurinn 20. nóvember var Dagur Barnasáttmálans. Unnið var verkefni um 3. grein sáttmálans ,,Það sem er barninu fyrir bestu“. Nemendum var skipt upp í hópa þvert á stig og árganga og unglingarnir okkar sáu um að stjórna umræðunum og stýra verkefnavinnu í sínum hópum. Í byrjun dags var upprifjun á innihaldi Barnasáttmálans og áhersla lögð á þær greinar sem unnið var með í þetta skiptið. Eftir kynninguna áttu nemendur að búa til „fyrirmyndarlandið sitt“  þar sem unnið var út frá 3. grein Barnasáttmálans en auk þess áttu nemendur að velja 5-7 aðrar greinar úr Barnasáttmálanum sem þeir vildu nota til að stýra landinu sínu, þeir áttu að búa til fána fyrir landið og segja frá því hvað hægt væri að gera til að öllum liði vel í landinu.

 

Posted in Fréttaflokkur.