Ávaxtakarfan í 4. bekk

Nemendur í 4. bekk sýndu í vikunni söngleikinn um Ávaxtakörfuna sem fjallar um einelti og fordóma. Leikritið gerist í ávaxtakörfu þar sem allir eru kúgaðir af Imma ananas. Nemendur gerðu þetta með með miklum metnaði og glæsibrag. Mikil gleði og litadýrð einkenndu sýninguna. Nokkrir kennarar komu að sýningunni, Margrét Thoroddsen tónmenntakennari, Inga Sigurjónsdóttir, Rannveig Haraldsdóttir og Íris Stefánsdóttir. Áhorfendur voru nemendur skólans, börn á leikskólanum í Grænatúni og fjölskyldur 4. bekkja nemenda.

Posted in Fréttaflokkur.