Dagur íslenskrar tungu 16. nóvember var haldinn hátíðlegur í Snælandsskóla

Unglingarnir fengu rithöfundana Hildi Knútsdóttur og Alexander Dan í heimsókn og voru þau með kynninguna Furðusögur og forynjur og töluðu m.a. um muninn á hrollvekjum á vísindaskáldskap og tengsl sagna við sjónvarpsþætti, kvikmyndir og tölvuleiki.

Þar á eftir söng kvenna- og karlakór nemenda í 10. bekk minni karla og kvenna undir stjórn Bjössa náttúrufræðikennara og stórtenors. Meira af þessu!

Miðstigið fékk kynningu á manni dagsins Jónasi Hallgrímssyni. Kristín deildarstjóri kynnti stóru upplestrarkeppnina í 7. bekk og þá stigu á stokk tvær af sigurvegurum keppninnar í fyrra, þær Kristín Edda og Kristín Emilía og flutt ljóð. Nemendur í 6. bekk stigu á svið og komu fram eitt í og eitt í einu með spjald með nýyrðum Jónasar undir skemmtilegu tónstefi.

Nemendur á yngsta stigi fengu kynningu á Jónasi og sungu saman ýmsar stökur og auðvitað lag dagsins Á íslensku má alltaf finna svar. 1. bekkur fór með þuluna Einn og tveir, inn komu þeir, alveg utan að, með leikrænum hreyfingum . Þetta var í fyrsta sinn sem þau stigu á svið og krakkarnir stóðu sig frábærlega. Eftir flutninginn fór allir krakkarnir í 1. – 4. bekk saman með þuluna.

 

Guðmunda H. Guðlagsdóttir

Posted in Fréttaflokkur.