Jól í skókassa

Nemendur í 6. bekk fóru með „Jól í skókassa“ að Holtavegi 28 i húsi KFUM og KFUK. Þetta er alþjóðlegt verkefni sem felst í því að fá börn og fullorðna til þess að gleðja börn í Úkraínu sem lifa við fátækt, sjúkdóma og erfiðleika með því að gefa þeim jólagjafir sem settar eru í skókassa. KFUM og K sér síðan um að senda þá til Úkraínu. Nemendur fengu góðar móttökur í morgun, farið var yfir skipulag verkefnsins og nemendur sáu bæði allar gjafirnar sem hafa borist og þær sem eru enn í undirbúningi. Faðir Evheniy Zhabkovskiy, aðalskipuleggjandi dreifingarinnar í Úkraínu, spjallaði við nemendurna.

 

 

Posted in Fréttaflokkur.