NÝJUSTU FRÉTTIR

Ávaxtakarfan í 4. bekk

Nemendur í 4. bekk sýndu í vikunni söngleikinn um Ávaxtakörfuna sem fjallar um einelti og fordóma. Leikritið gerist í ávaxtakörfu þar sem allir eru kúgaðir af Imma ananas. Nemendur gerðu þetta með með miklum metnaði og glæsibrag. Mikil gleði og litadýrð […]

Lesa meira

Jólaföndur í Snælandsskóla

Laugardaginn 2. desember mun foreldrafélagið standa fyrir árlegu jólaföndri í Snælandsskóla. Þá koma börn og foreldrar saman í skólanum og eiga góðan dag. Systkini, afar og ömmur og aðrir í fjölskyldunni eru að sjálfsögðu velkomnir líka. Boðið verður upp á ýmsa […]

Lesa meira

Matseðlar fyrir desember

Grænmetis- og ávaxtabar með öllum máltíðum Matseðillinn getur breyst án fyrirvara Smellið hér til að sjá matseðlana.                                                 […]

Lesa meira

Dagur Barnasáttmálans

Mánudagurinn 20. nóvember var Dagur Barnasáttmálans. Unnið var verkefni um 3. grein sáttmálans ,,Það sem er barninu fyrir bestu“. Nemendum var skipt upp í hópa þvert á stig og árganga og unglingarnir okkar sáu um að stjórna umræðunum og stýra verkefnavinnu […]

Lesa meira

Jól í skókassa

Nemendur í 6. bekk fóru með „Jól í skókassa“ að Holtavegi 28 i húsi KFUM og KFUK. Þetta er alþjóðlegt verkefni sem felst í því að fá börn og fullorðna til þess að gleðja börn í Úkraínu sem lifa við fátækt, […]

Lesa meira

DÚÓ STEMMA komu í heimsókn

Í dag bauð foreldrafélagið upp á skemmtun og fræðslu fyrir nemendur í 1.-4. bekk. Í skólann komu meðlimir Sinfóníuhljómsveitar Íslands, sem kalla sig Dúó Stemma, þau Anna Jónsdóttir víóluleikari og Steef van Oosterhout slagverksleikari. Þau hafa leikið saman í um tuttugu […]

Lesa meira

Baráttudagur gegn einelti

Í dag var okkar árlegi baráttudagur gegn einelti þar sem gengið var fyrir vináttu. Þessi uppbrotsdagur er helgaður því málefni. Í fyrstu tveimur tímum dags voru bekkjarfundur í öllum árgöngum þar sem kennarar lögðu áherslu á að ræða einelti, afleiðingar þess […]

Lesa meira

Lestrarhestar

Nemendur í 3. bekk eru á fullu í drekaklúbbi skólasafnsins. Eftir að lesnar hafa verið 8 bækur þar sem drekar koma við sögu fá nemendur skrautritað skírteini og teljast drekameistarar Snælandsskóla og fá mynd af sér við drekavegginn fyrir framan safnið. […]

Lesa meira