Frístund

Opnunar- og gjaldtökutími

Opnunar- og gjaldtökutími frístundaheimilisins Krakkalands er frá því að skóladegi barnanna lýkur til kl.17 alla virka daga. Frístund er opin alla daga sem grunnskólar starfa og einnig allan daginn á þremur af fimm starfsdögum kennara á skólatíma. Frístund hefur tvo starfsdaga á ári, einn á hvorri önn og er þá lokað. Ekki er opið í vetrarfríum skólanna. Starfsemi Frístundar hefst á daginn eftir skólasetningu og lýkur á skólaslitadegi.

Síminn í Krakkalandi er 441-4233.

Gjaldskráin er ákveðin af Skólanefnd Kópavogs
Samræmt gjald er fyrir vist á frístundaheimilum í Kópavogi.

 Sjá gjaldskrá: 

http://www.kopavogur.is/thjonusta/gjaldskrar/ (Opnast í nýjum vafraglugga)

Umsókn um frístund (dægradvöl) fer eingöngu fram í íbúagátt (Opnast í nýjum vafraglugga) (Opnast í nýjum vafraglugga) Kópavogsbæjar. Frestur til þess að sækja um áskrift, breyta áskrift, segja upp áskrift og sækja um afslátt er til 20. hvers mánaðar. Breytingar taka gildi frá og með næstu mánaðarmótum á eftir. Afsláttur er ekki veittur afturvirkt.

Upplýsingar má fá hjá ritara skólans eða forstöðukonu Krakkalands, Nönnu Kötu, í gegnum netfangið nannakata@kopavogur.is eða í síma 441-4232.

 

Hér má sjá starfsáætlun Krakkalands fyrir árið 2019-2020

Starfsáætlun Krakkalands 2019-2020

Frístund er órjúfanlegur hluti af heildarstarfi Snælandsskóla og litið er á starfið í Krakkalandi sem mikilvægan hluta af uppeldisstarfi skólans.

Stefnumið

Stefna Krakkalands er: að tryggja börnum á aldrinum 6 – 9 ára áhugaverða, fjölbreytta, skemmtilega og örugga dvöl í skólanum að loknum hefðbundnum skóladegi.

Markmið

Markmið með starfinu í Krakkalandi eru fyrst og fremst:
– að nýta leik sem mikilvæga uppeldisaðferð
– að virkja skapandi hugsun sérhvers barns á þess eigin forsendum
– að kenna börnunum uppbyggileg samskipti við önnur börn og fullorðna
– að hlusta á raddir barnanna og byggja starfið á lýðræði

Stjórnun

Skólastjóri hvers skóla ber rekstrarlega og faglega ábyrgð á starfsemi Frístundar. Ábyrgð á daglegri starfsemi er í höndum forstöðufólks. Forstöðukona Krakkalands er Nanna Kata og aðstoðarforstöðumaður er Þorleifur Sigurlásson.

Starfsfólk

Gert er ráð fyrir u. þ. b. 15 börnum á hvern starfsmann í frístund. Skólarnir ráða einnig yfir fjármagni til að ráða kennara til starfa í einstök verkefni eins og t. d. Klúbbastarf eða annað hópastarf.

Auk forstöðufólks, starfa á frístundaheimilinu Krakkalandi; Hinrik Jón Stefánsson,  Hekla Maídís Sigurðardóttir, Sigríður Erla Hákonardóttir, Ana María Iniarte.