Forvarnaráætlun

Forvarnaráætlun

Í Snælandsskóla hefur markvisst verið unnið forvarnarstarf sem m.a.  felst í því að marka leiðir til að auka færni nemenda til þess að takast á við daglegt líf. Leitað hefur verið leiða til að efla sjálfstraust nemenda, félagslegan og siðferðilegan styrk, andlegan, sálrænan og líkamlegan þroska allt eftir áhuga þeirra, aldri og þroska. Frá 2020 hefur verið aukið við lífsleiknikennslu skólans og hefur einn kennari yfirumsjón með því starfi frá 7.-10. bekk. Í þessum kennslustundum er unnið með sjálfsmynd nemenda, markmið þeirra í námi og einkalífi, fjármálafræðslu og heilsueflingu auk þess sem unnið er með alls kyns rannsóknir og forvarnarefni.

Í Aðalnámsskrá er kveðið á um að skólar skuli koma sér upp forvarnaráætlun þar sem hugað er að andlegri – líkamlegri- og félagslegri vellíðan nemenda.

Forvarnaáætlun Snælandsskóla birtist í eftirfarandi áætlunum:

 

Áætlun um fíknivarnir

Forvarnastarf gegn ávana- og fíkniefnum, net- og spilafíkn  miðar að því að:

 • efla sjálfstraust og virðingu nemenda gagnvart sjálfum sér og öðrum
 • nemendur fræðist um og geri sér grein fyrir áhættu samhliða tóbaks-, áfengis og vímuefnaneyslu
 • nemendur fræðist um og tileinki sér eðlileg samskipti á netinu
 • nemendur tileinki sér heilbrigðan lífsstíl

 

Um allt starf Snælandsskóla gilda landslög og reglur um meðferð áfengis og tóbaks. Fræðsla um fíknivarnir er samþætt öllu starfi skólans. Einnig fer hún fram sérstaklega á bekkjarfundum og í samstarfi við félagsmiðstöðina IGLÓ.

Skólinn er þátttakandi í Vinaliðaverkefni Skagafjarðar þar sem markvisst er unnið að því að efla félagsþroska og leiðtogahæfni nemenda.

 

Ábyrgð foreldra:

Foreldrar eru samkvæmt könnunum Rannsóknar og greiningar fyrirmyndir barna sinna og sterkastur áhrifavaldur í lífi þeirra. Ábyrgð þeirra er því mikil þegar kemur að forvörnum. Mikilvægt er að þeir:

 • gefi sér tíma með barninu
 • hlusti á álit barnsins
 • setji reglur um útivist og netnotkun á heimilum
 • hvetji barnið til tómstunda iðkana og taka þátt í því
 • veri barninu góð fyrirmynd
 • veri þátttakendur í foreldrasamstarfi / foreldrarölti
 • geri barnið fært um að rækta persónuleg lífsgæði sem fylgja því ævina á enda

 

Kynbundin og /eða kynferðisleg áreitni og ofbeldi.

22.grein jafnréttislaga

Kynferðisleg áreitni telst hvers kyns ósanngjörn eða móðgandi kynferðisleg hegðun, sem er í óþökk og hefur áhrif á sjálfsvirðingu þess sem fyrir henni verður og er haldið áfram þrátt fyrir að skýrt sé gefið í skyn að hegðunin sé óvelkomin. Áreitnin getur verið líkamleg, orðbundin eða táknræn. Eitt atvik getur talist kynferðisleg áreitni, ef það er alvarlegt.

Kynbundin áreitni er hvers kyns ósanngjörn eða móðgandi hegðun, sem tengist kyni þess sem fyrir henni verður, er í óþökk og hefur áhrif á sjálfsvirðingu þess sem fyrir henni verður og er haldið áfram þrátt fyrir að skýrt sé gefið í skyn að hegðunin sé óvelkomin. Áreitnin getur verið líkamleg, orðbundin eða táknræn. Eitt atvik getur talist kynferðisleg áreitni, ef það er alvarlegt.

Kynbundið ofbeldi er ofbeldi á grundvelli kynferðis sem leiðir til, eða gæti leitt til, líkamlegs,  kynferðislegs eða sálræns skaða eða þjáninga þolenda. Einnig teljast hótanir um slíkt ofbeldi, þvingun eða handahófskennd svipting frelsis á grundvelli kynferðis, bæði í kynlífi og á opinberum vettvangi, til kynbundins ofbeldis.

Leiðir til að koma í veg fyrir kynbundna / kynferðislega áreitni

 • Skólastjórnendur senda út skýr skilaboð til starfsfólks þar sem starfsfólki er gert ljóst að slík hegðun sé ekki liðin og á henni verði tekið.
 • Fræðsla um samskipti á vinnustað, kynferðislega áreitni og einelti.
 • Starfsmönnum verði kynnt áætlun um það hvaða viðurlaga skuli gripið til ef starfsmaður verður uppvís að kynferðislegri / kynbundinni áreitni eða einelti.
 • Hópefli starfsfólks.

 

Aðgerðarlisti vegna gruns um kynbundna / kynferðislega áreitni.

 • Ef starfsmaður, nemandi eða foreldri telur á sér brotið með kynferðislegri eða kynbundinni áreitni í tengslum við skólastarfið ber að tilkynna það skólastjóra. Tilkynning skal vera skrifleg.
  • Sé brotið augljóst og mjög alvarlegt, er starfsmaður sendur í leyfi á meðan málið er rannsakað.
 • Skólastjóri rannsakar málið og ræðir við brotaþola og aðra þá er að málinu koma.
 • Skólastjóri metur hvers eðlis málið sé og tilkynnir málsaðilum niðurstöðu sína.
  • Ef ekki er um brot að ræða eru engin frekari viðbrögð.
  • Ef um minniháttar brot er að ræða, ræðir skólastjóri við starfsmann og veitir honum áminningu ef ástæða þykir til.
  • Ef um meiriháttar brot er að ræða eru viðbrögð skrifleg áminning eða brottrekstur úr starfi. Starfsmanni sem vikið hefur verið úr starfi meðan rannsókn málsins stendur yfir er veitt áminning og kemur aftur til starfa.
 • Skólastjóri skal gæta þess við alla vinnslu málsins að fylgja stjórnsýslulögum.

 

Aðgerðarlisti vegna gruns um kynferðislega misnotkun.

 1. Ef grunur vaknar um kynferðislega misnotkun á nemanda ber ávallt að tilkynna gruninn til barnaverndarnefndar sem sker úr um hvort grunur sé á rökum reistur.
 2. Barnaverndarnefnd fylgir málinu áfram til Barnahúss, ef það telur ástæðu til. Þar fær barn svokallað rannsóknarviðtal sem er greiningarviðtal og svo meðferð.
 3. Æskilegt er að funda með foreldrum viðkomandi nemanda u.þ.b. 3 mánuðum eftir að tilkynnt var um málið. Eftirmeðferð rædd.
 4. Best er að sem fæstir fái vitneskju um málið því slík mál eru mjög viðkvæm
 5. Ef starfsmaður skóla er grunaður um kynferðislega misnotkun er kært til lögreglu eða barnaverndarnefndar, allt eftir eðli máls og framhald málsins í þeirra höndum. Eðlilegt er að viðkomandi starfsmaður sé leystur frá störfum á meðan rannsókn fer fram.