Sumarið er komið

Með hækkandi sól finnst krökkunum gott að vera úti. Í myndmennt í 3. bekk var kennslustundin tekin úti í blíðviðriðinu í dag. Nemendur voru áhugasamir og allir kátir með útiveruna. Myndirnar tala sínu máli.

Posted in Fréttaflokkur.