NÝJUSTU FRÉTTIR
Stóra upplestrarkeppnin í Kópavogi
Stóra upplestrarkeppnin í Kópavogi fór fram í Salnum í gær. 7. bekkingar úr öllum skólum Kópavogs lásu. Kári Jan og Kristín Edda kepptu fyrir hönd Snælandsskóla. Kristín Emilía var varamaður Kára og Kristínar Eddu og stóð eins og klettur með þeim […]
Gleðilega páska!
Skólastarfi fyrir páskaleyfi lauk núna um hádegi með vel heppnuðum heilsudegi og langþráðri Viðars pizzu í hádegismatinn. Þar með var botninn sleginn í afar annasama viku þar sem settar voru upp 6 leiksýningar og nemendur í 10. bekk héldu vel heppnað […]
Heilsudagur í Snælandsskóla
Í dag var heilsudagur í skólanum. Vinabekkir fóru saman milli stöðva og var dagskráin fjölbreytileg og áhersla á samveru og hreyfingu. Þægilegt og gott skipulag sem gekk út á að vera 15 – 20 mínútur á hverri stöð. Stöðvahringurinn voru 6 […]
Matseðlar fyrir apríl
Grænmetis- og ávaxtabar með öllum máltíðum Matseðillinn getur breyst án fyrirvara
Söngleikurinn Mamma Mía
Söngleikurinn Mamma Mía hjá 6. bekk var sýndur í vikunni fyrir starfsfólk, nemendur, verðandi nemendur frá leikskólanum Furugrund og foreldra. Stífar æfingar hafa verið undir stjórn Berglindar og Margrétar kennara. Þeim til aðstoðar hafa verið kennarar og stuðningsfulltrúarnir, Gréta, Oktavía, Herdís, […]
Uppskeruhátið menntabúða grunnskóla
Uppskeruhátíð menntabúða grunnskóla fyrir kennara var haldin í gær í Snælandsskóla. Að þessu sinni sameinuðust Kársnesskóli og Snælandsskóli um að halda menntabúðirnar. Mikill fjöldi kennara úr Kópavogi mætti á vel heppnaðar menntabúðir. Þeir skoðuðu hvað nemendur úr grunnskólum bæjarins hafa verið […]
Stóra upplestrarkeppnin í Snælandsskóla
Hápunktur stóru upplestrarkeppninnar í Snælandsskóla var í þessari viku. Á mánudaginn var lásu frábæru nemendur 7. bekkja í tveimur hópum textabrot og ljóð að eigin vali. Úr hópi 1 voru það Kristín Edda, Ólafur og Þórunn svo komust áfram og úr […]
Sigrún Eldjárn á lokahátíð Lesum saman
Lokahátíð Lesum saman á yngsta stigi var í sal skólans í morgun. Allir bekkir náðu að leysa bókasafnsráðgátuna, þ.e. hvaða bók hvarf af bókasafni skólans. Það var bókin Bétveir eftir Sigrúnu Eldjárn! Sigrún mætti til okkar og tók á móti sendingu […]
Gestkvæmt á bókasafninu
Gestkvæmt var á opnu húsi á bókasafninu í gær. Foreldrar mættu með börnin sín og áttu notarlega stund saman. Ýmislegt var í boði sem vakti áhuga og hressing vel þegin.
Á döfinni
Það er ekkert á döfinni