Opið hús á bókasafni

Opið hús var á bókasafni skólans í gær. Mjög góð mæting var meðal nemenda, foreldra og annarra gesta. Foreldrar gátu kynnt sér lestrarátakið sem er í gangi núna. Boðið var upp á léttar veitingar, kaffi, kakó og kex. Gaman að sjá hvað margir gáfu sér tíma til að mæta.

Posted in Fréttaflokkur.