Ágætu foreldrar,
Börnum sem eru skráð í frístund stendur til boða að skrá sig á aukadaga í vikunni fyrir páska. Opið verður í frístund skólans ef tilskilinn lágmarksfjöldi barna er skráður.
Opið verður frá 8:00 – 16:00 eftirtalda daga:
Mánudagur 25. mars
Þriðjudagur 26. mars
Miðvikudagur 27. mars
Þessa daga þarf að skrá sérstaklega í Völukerfinu og verður innheimt sérstaklega eitt fast gjald fyrir hvern valinn dag, óháð fjölda dvalarstunda. Gjald fyrir hvern dvalardag er 2.531 kr. og verður innheimt samkvæmt skráningu.
Börnin þurfa að koma með nesti fyrir morgunhressingu, hádegismat og síðdegishressingu þessa daga.
Athugið að þátttaka í páskaopnun miðast við 10 börn að lágmarki hvern dag. Náist ekki sá fjöldi er því miður ekki hægt að halda úti opnun en boðið verður upp á dvöl í frístund í öðrum skóla. Ef af því verður þá mun starfsmaður frá hverri frístund fylgja með börnum sem fara í aðra frístund svo að öll börn hafi starfsmann sem þau þekkja.
Skráning fer fram hér: https://innskraning.island.is/?id=valais&path=%2fvala-fristund-vetur
Skráningu fyrir þessa daga lýkur föstudaginn 8. mars 2024, klukkan 12:00. Ekki verður tekið við óskráðum börnum.
Kær kveðja,
Halldóra Elínborg
Forstöðumaður Krakkalands
Upplýsingar hér fyrir neðan á ensku og pólsku:
https://snaelandsskoli.is/wp-content/uploads/sites/9/2024/02/Paskaopnun-i-fristund-2024_English.pdf
https://snaelandsskoli.is/wp-content/uploads/sites/9/2024/02/Paskaopnun-i-fristund_2024_Polski.pdf