NÝJUSTU FRÉTTIR
Upplestur á sal skólans
Unglingarnir hlustuðu á upplestur í morgun á sal skólans úr bók Hallgríms Helgasonar Koma jól? Guðmunda las fyrir allt unglingastigið þessi skemmtilegu ljóð sem kveðast á við um bókina Jólin koma eftir Jóhannes úr Kötlum.
Jólakaffihús 9. og 10. desember
Nemendum í 1. – 4. bekk ásamt umsjónarkennurum er boðið á kaffihúsið. Unglingarnir lesa jólasögu fyrir gestina og bera fram kakó og engiferkökur sem bakaðar hafa verið í heimilisfræði. Þetta er notaleg stund á aðventu. Þetta er samvinnuverkefni heimilisfræði og skólasafns.
Vinadagur í Snælandsskóla
Vinadagur var haldinn í skólanum 6. desember. Áherslan var lögð á árlegu þátttöku okkar í Hour of Code, að forrita í klukkustund. Þar voru eldri nemendur kenndu þeim yngri. Eftir það var spilað á spil ,teiknað og borðaðar piparkökur og mandarínur […]
Matseðill í desember
Grænmetis- og ávaxtabar með öllum máltíðum Matseðillinn getur breyst án fyrirvara
Jóladagatal
Skólasafnið býður nemendum í 1. – 5. bekk upp á jóladagatal. Nemendur hlusta á hverjum degi á tvo stutta kafla úr bók Sigrúnar Eldjárn, Rauð viðvörun! Jólin eru á leiðinni, og sækja spurningar dagsins á safnið.
Óskað eftir 8-15 ára í samvinnu við Vatnsdropann
Menningarhús óskar eftir nokkrum nemendum úr grunnskólum bæjarins í samstarf í alþjóðlegt verkefni sem allir geta notið góðs af næsta vetur. Þetta er undirbúningur sem hefst strax í desember og stendur yfir til vors.
Snælandsskóli réttindaskóli UNICEF
Snælandsskóli fékk viðurkenningu sem réttindaskóli Unicef í dag. Nemendur hafa fengið kynningu á barnasáttmálanum undanfarin ár, unnið með heimsmarkmiðin og unnið hefur verið að aukinni lýðræðislegri þátttöku nemenda. Hátíðleg dagskrá var í tilefni dagsins. Streymt var í allar kennslustofur. Skólahljómsveit Kópavogs […]
Leggjum línurnar
Í morgun fékk 10. bekkur í Snælandsskóla góða gesti í heimsókn. (Stjörnu) Sævar Helgi Bragason og Ríkey Hlín Sævarsdóttir, verkefnastjóri fræðslu og viðburða á Náttúrufræðistofa Kópavogs, litu inn og ræddu um loftslagsmálin, sjálfbærni og leiðir til úrbóta. Nemendur í 10. Bekk […]
Rannsóknir og greining – Kynning á niðurstöðum
Þriðjudaginn 2.11. kl. 8:10 mun Margrét Lilja Guðmundsdóttir sérfræðingur hjá Rannsóknum og greiningu fara niðurstöður kannana fyrir nemendur í Snælandsskóla. Stefnt er að því að halda fundinn í sal skólans og eru allir foreldrar hvattir til að mæta og fylgjast […]
Á döfinni
Það er ekkert á döfinni