Hour of code, forritað með vinabekkjum

Hour of Code, þar sem forritað var með vinabekkjum, var haldinn í skólanum 6. desember. Áherslan var lögð á árlegu þátttöku okkar í Hour of Code, að forrita í klukkustund. Það voru eldri nemendur  sem kenndu þeim yngri. Snælandsskóli skráir sig til þátttöku á hverju ári en nemendur og kennarar í yfir 180 löndum taka þátt í ár. Á síðunni https://hourofcode.com/us er hægt að velja um 45 tungumál. Verkefnin eru ætluð öllum aldurshópum. Til að einfalda nálgunina á þessum síðum þá höfum við notað námsvef Snælandsskóla til að vísa inn á síður sem tengjast þessum viðburði. Hægt er að nálgast efnið áfram á síðunni www.namsvefur.weebly.com.  Við hvetjum nemendur að fara inn á námsvef Snælandsskóla og nýta sér það frábæra efni sem þar er í boði fyrir nemendur til að forrita. Eftir það sáu svo eldri nemendur um áframhaldandi samverustund með þeim yngri, þar sem spilað var á spil, föndraðar jólagjafir, perlað, farið í spurningakeppni, lesið o.fl. Virkilega vel heppnaður dagur. Myndin sem er á forsíðunni er eftir nemanda í 7. bekk.

 

Posted in Fréttaflokkur.