Rithöfundur í heimsókn

Við fengum rithöfundinn Arndísi Þórarinsdóttur í heimsókn í morgun fyrir unglingastigið. Hún las upp úr nýútkominni bók sinni, Kollhnís, þar sem boðskapurinn er skýr og minnir okkur á að gefast ekki upp. Einnig fór hún yfir hvernig ferlið getur verið fyrir rithöfund þegar hann skrifar bók. Gaman að sjá hvað unglingarnir voru áhugasamir og góðir áheyrendur.

Posted in Fréttaflokkur.