Barnaheill og Krakkarúv í heimsókn

Þriðju bekkingar fengu skemmtilega gesti í heimsókn í morgun frá Barnaheill og Krakkarúv. Þau voru að  fylgjast með nemendum horfa á öðruvísi Jóladagatal frá Barnaheill og spyrja þau um Barnasáttmálann. Með þeim í för voru upptökumenn frá Krakkarúv sem mynduðu og töluðu við krakkana. Þessi frétt kemur í Krakkarúv á morgun í þættinum Húllumhæ.

 

 

Posted in Fréttaflokkur.