NÝJUSTU FRÉTTIR

Foreldrafélag færði starfsfólki gjöf

Foreldrafélag Snælandsskóla færði öllu starfsfólki skólans veglega gjöf nú fyrir jólin. Við færum foreldrafélaginu kærar þakkir fyrir þennan fallega glaðning. Góðir foreldrar eru ómetanlegir í skólastarfi og við erum svo sannarlega heppin með okkar foreldrahóp í Snælandsskóla Kristín Pétursdóttir deildarstjóri

Lesa meira

Jólahurðaskreytingakeppni Snæló

Í desember var haldin í fyrsta sinn jólahurðaskreytingakeppni Snæló. Dómnefnd skipuð skólastjóra og myndmenntakennara gekk um skólann í vikunni og kvað upp sinn dóm. Hurð E1 (Smiðjan) bar sigur úr býtum í Jólahurðakeppni Snæló 2020. Hurð B2 (10. bekkur) hlaut 2. […]

Lesa meira

Óhefðbundin jólaböll í Snælandsskóla

Óhefðbundin jólaböll voru haldin í Snælandsskóla í gær undir stjórn list- og verkgreinakennara. 1.-4. bekkir fengu að mæta og dansa í kringum tréð með árganginum sínum. En 5.-7. bekkir mættu með í sínum núverandi umsjónarhópum. Jólasveinar slæddust inn hjá yngri hópunum […]

Lesa meira

Föndurfjör

Föndurfjör. Foreldrafélg Snælandsskóla gaf öllum nemendum styttu til að mála í skólanum nú í desember. Þetta er smá sárabót vegna þess að ekki var hægt að halda hið frábæra, árlega jólaföndur foreldrafélagsins vegna samkomutakmarkana. Piparkökur, mjólk og mandarínur fylgdu líka með […]

Lesa meira

Jólakaffihús á bókasafninu

Jólin eru komin á bókasafnið. Hið árlega jólakaffihús á bókasafninu fyrir yngsta stig með Guðmundu og Júlíu heimilisfræðikennara. Engiferkökur og heitt kakó og jólasaga. 1. og 2. bekkur mættu í dag og stemmningin var dásamleg.

Lesa meira

Matseðill í desember

Í ljósi aðstæðna (Covid-19) er enginn salatbar en nemendur fá grænmeti og ávexti með máltíðum  Matseðillinn getur breyst án fyrirvara

Lesa meira

Foreldrahlutverkið og staða barna á tímum Covid-19

Á miðvikudag í næstu viku þann 9. desember kl 14:00 til 15:00 verður haldinn rafrænn upplýsingafundur Rannsókna og greiningar í samstarfi við sveitarfélögin. Fundurinn fjallar um foreldrahlutverkið, líðan ungmenna og aðgerðir á tímum heimsfaraldurs.   Fundurinn fer fram í formi fyrirlestra […]

Lesa meira