Forvarnarvikan- Snjalltækjanotkun

Í forvarnarvikunni í skólanum hafa farið miklar umræður fram í öllum bekkjum um netöryggi og notkun snjalltækja. Tímar hjá umsjónakennurum, í Karaktertímum á unglingstigi og í Snillismiðjunni hafa verið notaðir til að leggja áherslu á forvarnir varðandi Snjalltæki. Það hafa verið mjög góðar og þarfar umræður og kennarar lagt sig fram um að fá nemendur til að tjá sig. Foreldrar mega búast við að fá spurningar heima um netöryggi og hvort gott sé að setja reglur á heimilinu varðandi snjalltæki. Skemmtilegar athugasemdir frá nemendum einsog þegar nemandi hrósaði kennurum fyrir leikþátt um snjalltækjanotkun með athugasemdinni „geggjað video“. Við hvetjum foreldra til að halda áfram með þessa umræðu heima.

Posted in Fréttaflokkur.