Bebras áskorun

Í vikunni fór fram Bebras (bebras.is) áskorun sem er keppni í þrautalausnum. Bebras áskorunin kannar rökhugsun og tölvufærni með því að láta þátttakendur leysa krefjandi og skemmtileg verkefni. Það kostar ekkert að taka þátt og eru allir skólar hvattir til að vera með. Verkefnið er keyrt samtímis í flestum löndum í byrjun nóvember ár hvert. Ísland hefur tekið þátt í Bebras áskoruninni með góðum árangri frá árinu 2015. Tveir árgangar í Snælandsskóla tóku þátt að þessu sinni 5. og 8. bekkur.

 

 

Posted in Fréttaflokkur.