Baráttudagur gegn einelti

Í dag var baráttudagur gegn einelti þar sem gengið var fyrir vináttu. Þessi uppbrotsdagur er helgaður því málefni. Í fyrstu tveimur tímum dags voru bekkjarfundur í öllum árgöngum þar sem kennarar lögðu áherslu á að ræða einelti, afleiðingar þess og fyrirbyggjandi leiðir. Eftir frímínútur var gengið fyrir vináttu og gegn einelti. Eftir það komu nemendur vinabekkja sér saman um hvað þeir vildu gera saman, spila, dansa eða leika úti.

 

 

Posted in Fréttaflokkur.