Dagur Barnasáttmálans

Í dag var haldið upp á dag Barnasáttmálans á UNICEF-degi Snælandsskóla. Við fengum góða gesti frá Barnaheill og ungmennaráði UNICEF. Skólastigunum var skipt niður á þrjá staði þar sem fram fóru kynningar á vegum Barnaheilla og UNICEF. Eftir að því lauk var nemendum skipt niður á stofur. Yngsta stigið kynnti sér þrjár greinar úr Barnasáttmálanum og teiknuðu mynd sem tengdist efni greinana. Miðstigið og unglingstigið unnu verkefni um 2. gr. Barnasáttmálans „Öll börn eru jöfn“.

Posted in Fréttaflokkur.