Í dag var haldið upp á dag Barnasáttmálans á UNICEF-degi Snælandsskóla. Við fengum góða gesti frá Barnaheill og ungmennaráði UNICEF. Skólastigunum var skipt niður á þrjá staði þar sem fram fóru kynningar á vegum Barnaheilla og UNICEF. Eftir að því lauk var nemendum skipt niður á stofur. Yngsta stigið kynnti sér þrjár greinar úr Barnasáttmálanum og teiknuðu mynd sem tengdist efni greinana. Miðstigið og unglingstigið unnu verkefni um 2. gr. Barnasáttmálans „Öll börn eru jöfn“.