Dagur íslenskrar tungu

Dagur íslenskrar tungu, afmælisdagur Jónasar Hallgrímssonar skálds, var haldinn hátíðlegur. Fyrir miðstigið fengum við góðan gest, Hlyn Þorsteinsson leikara, frá Bókafélaginu sem las upp úr nýjustu bók Davis Walliams, „Amma glæpon snýr aftur.“ Snædís og Elísa í 8. bekk lásu upp ljóð en þær tóku þátt í upplestrakeppni grunnskóla Kópavogs. Þar bar Snædís sigur úr býtum. Yngsta stigið tróð upp með söngatriði, upplestur og orðadælu einsog í þættinum Kappsmáli. Margt fleira var gert í tilefni dagsins.

Posted in Fréttaflokkur.