Eins og að venju var haldin hrekkjavökustemning í Snælandsskóla. Nemendur, kennar, starfsfólk skólans mættu í hrekkjavökubúningi og skólinn var skreyttur eftir því. Skólastarfið var brotið upp með ýmsu móti þar sem þemað var í anda hrekkjavökunnar, draugar, hryllingur á hverju horni. Nemendur mættu t.d. á bókasafn skólans og þar var “breakout” (lausnaleikur/flóttaleið) í boði Snillismiðjunnar og reyndi mikið á samstarf nemenda að leysa hinar ýmsu þrautir. Allir nemendur voru svo leystir út með sælgæti. Umsjónarkennarar voru með skemmtileg verkefni þar sem nemendur nutu sín. Myndirnar tala sínu máli.