Hrekkjavökuskemmtun

Eins og að venju var haldin hrekkjavökustemning í Snælandsskóla. Nemendur, kennar, starfsfólk skólans mættu í hrekkjavökubúningi og skólinn var skreyttur eftir því. Skólastarfið var brotið upp með ýmsu móti þar sem þemað var í anda hrekkjavökunnar, draugar, hryllingur á hverju horni. Nemendur mættu t.d. á bókasafn skólans og þar var “breakout” (lausnaleikur/flóttaleið)  í boði Snillismiðjunnar og reyndi mikið á samstarf nemenda að leysa hinar ýmsu þrautir. Allir nemendur voru svo leystir út með sælgæti. Umsjónarkennarar voru með skemmtileg verkefni þar sem nemendur nutu sín. Myndirnar tala sínu máli.

Posted in Fréttaflokkur.