NÝJUSTU FRÉTTIR

Öskudagsgleði

Öskudagur var haldinn hátíðlegur einsog alltaf í Snælandsskóla. Yngsta stigið hittist í stofum hjá umsjónarkennurum, léku með dótið sitt, spiluðu, fóru í leiki, Kahoot, „Just Dance“ og fleira. Einn árgangur í einu á yngsta stigi fór síðan í gamla íþróttasalinn þar […]

Lesa meira

Áttundu- og níundubekkingar taka þátt í stærðfræðikeppni

Í Snælandsskóla taka 8. og 9. bekkingar þátt í Pangea stærðfræðikeppni. Heiðar Þór Jónsson, Arnór Sveinn Aðalsteinsson og Brynja Áslaug Sigurðardóttir, stærðfræðikennarar, hafa umsjón með keppninni í skólanum. Hún er fyrir alla nemendur þessara bekkja grunnskóla landsins. Á heimasíðu Pangea segir: […]

Lesa meira

Heilsudagur 15. febrúar

Allir nemendur skólans taka með sér næringarríkan mat til þess að setja á hlaðborð fyrir bekkjarfélaga í nestistíma. Minnum á að skólinn er hnetulaus.  

Lesa meira

Á skíðum og skautum

Öflugur hópur á íþróttabraut undir leiðsögn kennaranna Helgu Bjarkar Árnadóttur og Jóhönnu Hjartardóttur fengu að kynnast vetraríþróttum og skelltu sér á skauta í Laugardal og skíði í Bláfjöllum. Færið í Bláfjöllum var með besta móti en kalt í veðri en allir […]

Lesa meira

Þrír nemendur vinna að stuttmynd með RÚV

Þrír nemendur í sjötta bekk, þær Erla Máney, Heiðbjörg Anna og Rúna, eru höfundar að baki vinningsatriðis í söguverkefni KrakkaRÚV. Þær gerðu handrit að stuttmynd í íslenskutíma sem heitir Óskahálsmenið. Á næstunni fara þær ásamt foreldrum að hitta teymi frá Ríkisútvapinu […]

Lesa meira

Freyr Eyjólfsson ræddi hringrásarhagkerfið við unglingastigið

Í morgun kom Freyr Eyjólfsson frá Sorpu í skólann og ræddi um flokkun og umhverfismál við unglingastigið í hátíðarsalnum. Freyr er þar þróunarstjóri Hringrásarhagkerfisins. „Hringrásarhagkerfið snýst um að nota auðlindir jarðarinnar betur og lengur. Fara ekki illa með verðmætin okkar. Vera […]

Lesa meira

Gul veðurviðvörun – aftur

Veðurstofan hefur gefið út gula veðurviðvörun á höfuðborgarsvæðinu frá kl. 11:00 í dag. Mikilvægt er að foreldrar fylgist með nýjustu veðurspám á vedur.is þar sem þær geta breyst hratt án þess að þær verði uppfærðar á heimasíðu eða facebook síðu skólans. […]

Lesa meira

Öryggi barna í bíl

Við minnum á mikilvægi um öryggi barna í bíl og á fræðslumyndbönd og bæklinga sem Samgöngustofan hefur gefið út og eru til á nokkrum tungumálum og fjalla um það.   Hér er hlekkur á síðunna okkar þar sem hægt er að […]

Lesa meira