Fulltrúar slökkviliðsins komu í heimsókn í 3. bekk í morgun kl. 8.30 og var með fróðleik og fræðslu um brunavarnir. Byrjað var á að spjalla við allan hópinn í kennslustofunni, meðal annars var fjallað um brunavarnir heima og svo fengu krakkarnir að fara út að skoða slökkvibílana í minni hópum. Nemendur voru mjög áhugasamir og þeir voru hvattir til að ræða eldvarnir við foreldra um það hvernig þessu er háttað heima.