Það voru stoltir nemendur og starfsfólk Snælandsskóla sem tóku á móti endurnýjaðri viðurkenningu sem fullltrúar UNICEF – Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna – færðu skólanum í morgun. Snælandsskóli er fyrsti skólinn í Kópavogi sem fær viðurkenningu öðru sinni fyrir skólastarfið, frístund og Igló félagsmiðstöð. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogs ávarpaði nemendur og starfsfólk. Hún, ásamt fulltrúum frá menntasviði Kópavogsbæjar, færðu skólanum 50 ára afmælisgjöf, blóm og peninga sem eru sérstaklega hugsaðir til kaupa á hlutum fyrir Snillismiðju skólans. Nemendur á unglingastigi sungu fyrir gesti.